Framtíðarsýn og ímynd hverfis – það er okkar að móta

Framtidarsyn 1 1

Jákvæð frétt birtist um skólamál þegar leikskóli í Fellahverfi hlaut Orðsporið árið 2014. Orðsporið er veitt þeim sem þótt hafa skara framúr í þágu leikskólastarfs á Íslandi. Nichole er fyrir miðju á myndinni ásamt Jóni Gnarr þáverandi borgarstjóra.

… eftir Nichole Light Mosty formann hverfisráðs Breiðholts –

Breiðholt er hverfi margbreytileika þar sem íbúalýðræði, heilsa og félagslegur jöfnuður eru höfð að leiðarljósi. Breiðholt er umhverfisvænt hverfi þar sem lögð er áhersla á samstarf um betra samfélag. Ég fylltist stolti síðastliðið þriðjudagskvöld þegar Formaður Borgarráðs las upp stefnumið Hverfisráð Breiðholts á Borgarstjórnarfundi. Þetta er í fyrsta sinn held ég í sögu Reykjavíkurborgar að hverfisráð skili af sér stefnumiðum til Borgaryfirvalda. Það var undir þriðja lið á dagskrá, Málefni um Breiðholt. Ég var mjög kvíðin fyrir þessum lið á dagskrá þar sem hægt var að fylgjast með neikvæðri umræðu um okkar hverfi þegar kallað var eftir ábendingum frá fulltrúum í minni hluti í Borgarstjórn. Áætlunin var að draga upp neikvæðar umræður án þess að fá svör frá sviðum innan borgakerfisins eða hjá þeim sem ber að svara fyrir slík mál.

Auðvitað eigum við að ræða upphátt það sem betur má fara. Það er nauðsynlegt því annars verður aldrei þróun eða framför. Við eigum einnig að bera ábyrgð á því sem við tölum um, taka virkan þátt í að leita lausna, hafa þann kjark að hugsa til lengra tíma og hvað sé best fyrir sem flesta. Stundum er nauðsynlegt að hugsa hvað er best til þess að hafa áhrif á um 21 þúsund íbúa sem dvelja einnig hér í Breiðholt. Hér má nefna dæmi um fólk í hverfinu sem tók að sér að sjá um og hirða trjágróður.

Könnun Creditinfo

Það sem við segjum og hvernig við bregðumst við því sem sagt er um okkur kemur til með að hafa meiri áhrif á ímynd hverfisins en samsetning íbúa, viðhald í hverfinu eða þjónusta sem þar fer fram. Þegar frétt um Breiðholtið – til dæmis um eitthvað neikvætt eins og innbrot eða ofbeldi í hverfinu þá logar facebooksíða Íbúasamtakanna Betra Breiðholts um hvernig Breiðholtið er alltaf tekið og talað niður til þess í þessu samhengi. Enn þegar flutt er jákvæð frétt af hverju loga þá ekki þessi sömu viðbrögð? Hvað varðar neikvæðar fréttir um Breiðholtið vil ég deila með ykkur smá upplýsingum um greiningu á umfjöllun um Breiðholt á vegum Fjölmiðlavaktar Creditinfo. Rýnt var í prentmiðla, ljósvakamiðla og vefmiðla frá desember 2012 til mars 2013. Samtals birtust 422 fréttir um Breiðholt á þessu tímabili. Hér er um að ræða frétt af öllu tagi; lögreglumál, íþróttir, umhverfismál, mál er snerta innflytjendur, skipulagsmál, skóla- og leikskólamál og félagsmál ásamt ýmsu öðru. Mælikvarðinn var mjög jákvætt, frekar jákvætt, hvorki né, frekar neikvætt og mjög neikvætt. Af þessum 422 skiptum var frétt annað hvort mjög jákvæð eða frekar jákvæð eða samtals greint 85 sinnum. Hvorki né frétt var með hæstu mælingu eða 323 sinnum og frekar neikvætt mældist einungis 14 sinnum. Það var aldrei greint frá mjög neikvæðri frétt um Breiðholtið á því tímabili sem hér var rýnt í. Ég hef trölla trú á að þessar jákvæðu frétt yrðu fleiri ef önnur greining mundi fara fram núna.

Nauðsynlegt að kanna málin vel

Þegar ég held fyrirlestra eða mæti á fundum utan hverfisins er hlaðið á mig hrósi fyrir þróun, þjónustu og framtíðarmöguleika sem Breiðholtið hefur. Ég er eins og flest allir frekar fljót að fara í vörn ef einhver vill tala um eitthvað neikvætt um elsku bestu hverfið mitt en ég passa mig á að hugsa um mína ábyrgð tengda því sem er sagt. Ég kanna málin vel áður enn ég tek þátt í að blása upp neikvæðni. Ég get tekið sem dæmi nýlega frétt um biðtíma eftir greiningum í skólum í Breiðholti sem er mjög flókið mál. Enn það jákvæða er að við veitum miklu meiri þjónustu og að skólar hafa miklu breiðari aðgang að sérfræðingum til inngrips og úrræða á meðan beðið er eftir greiningu. Þar myndast flöskuháls sem er erfitt að túlka nema að miðlað sé áfram hinni jákvæðu hlið sögunnar. Vitið þið að stundum endar það þannig að greining er óþörf þegar loksins kemur að henni.

Rödd Breiðhyltinga inn í stóra kerfið sem er Reykjavíkurborg

Hugsið þið kæru Breiðhyltingar. Þið búið í hverfi og það er eina hverfið í Reykjavík þar sem Hverfisráði ykkar þykir svo vænt um bæði hverfið og íbúana að við lögðum mikið í að búa til stefna og framtíðarsýn. Ég er sjálf að liggja allt í að við náum að vinna með ykkur ábendingar um jákvætt samskipti og uppbyggilegar lausnir. Markmið okkur með gerð stefnumiðs er að tengja betur hverfið og íbúana við það stóra kerfi sem Reykjavíkurborg er. Við erum að gera okkur besta til að finna leið inn í kerfið þar sem rödd Breiðhyltingar kemur til þess að hafa áhrif á jákvæða ímynd um Breiðholt. Munið þið fyrst og fremst að hver og einn getur haft allt að segja um ímynd og framtíð Breiðholts.

You may also like...