Fimmtíu ára vígsluafmæli

Örn Magnússon er organisti og tónlistarstjóri Breiðholtskirkju. Örn er þúsundþjalasmiður í tónlist og hefur meðal annar fengist við að safna gömlum hljóðfærum og endurvekja þau til lífsins.
Örn Magnússon er organisti og tónlistarstjóri Breiðholtskirkju. Örn er þúsundþjalasmiður í tónlist og hefur meðal annar fengist við að safna gömlum hljóðfærum og endurvekja þau til lífsins.

Hátíðaguðsþjónusta var haldin í Breiðholtskirkju sunnudaginn 12. mars í tilefni af 35 ára vígsluafmæli kirkjunnar og 50 ára afmæli safnaðarins, sem ekki var hægt að halda í fyrra. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Pétur Ragnhildarson prestar kirkjunnar og Steinunn Þorbergsdóttir djákni safnaðarins þjónuðu í guðsþjónustunni ásamt sr. Ásu Laufeyju Sæmunds­dóttur, sem er einnig prestur við kirkjuna, en þjónar aðallega Alþjóðlega söfnuðinum sem er til húsa í Breiðholtskirkju.

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir predikaði við athöfnina. Örn Magnússon organisti kirkjunnar leiddi tónlistina ásamt kór Breiðholtskirkju.

Í tilefni af vígsluafmælinu hélt kór Breiðholtskirkju veglega tónleika þann 11. mars frumflutti tvö kórverk eftir Steingrím Þórhallsson, mótteturnar Santa María, Succurre Miseris og Ave Santisima virgo Maria.

Breiðholtssöfnuður var stofnaður þann 14. janúar 1972 en bygging kirkjunnar hófst árið 1978 þegar sr. Lárus Halldórsson, þáverandi sóknarprestur og fyrsti prestur safnaðarins, tók fyrstu skóflustungu að kirkjunni. Kirkjan er byggð eftir teikningu Guðmundar Kr. Kristinssonar og Ferdinands Alfreðssonar arkitekta og Harðar Björnssonar byggingarverkfræðings. 

You may also like...