Skapandi samstarf í Breiðholti

Skapand-1 1

Nemendur 6. bekkjar í Hólabrekkuskóla buðu foreldrum sínum að sjá afrakstur vinnu sinnar á glæsilegri kynningu sem fór fram í kennslustofum þeirra og jafnframt máttu nemendur skila inn hugmyndum til sviðsins um hverju þeir vilja breyta eða bæta í hverfinu sínu, og voru allar tillögur formlega skráðar niður af fulltrúa sviðsins.

Nýverið hóf umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar samstarf við grunnskóla Reykjavíkur sem kallast „skapandi samstarf“. Það felst í því að nemendur 6. bekkjar í öllum skólum borgarinnar fá líkan af sínu skólahverfi sem þeir mála og festa hús á.

Nemendur geta síðan komið með tillögur um hvernig hægt er að bæta skólahverfið þeirra. Nemendur í 6. bekk í Breiðholtsskóla riðu á vaðið og gerðu fyrsta líkanið Hólabrekku- og Fellaskóli komu í kjölfarið og að lokum munu skólarnir í Seljahverfi gera sín líkön. Líkönin verða sýnd á íbúafundum sem verða haldnir í hverju skólahverfi. Þar gefst íbúum hverfanna kostur á að skrifa niður tillögur um úrbætur á sínu hverfi sem þeir festa niður á þann stað þar sem þeir telja að úrbóta sé þörf. Markmiðið með verkefninu er að gera hverfin sjálfbærari, vistvænni og meira heilsueflandi. „Skapandi samstarf“ er tilraun til þess færa mótun hverfanna nær íbúunum. Íbúarnir geta komið með tillögur um úrbætur sem varða allt sem heyrir undir umhvefis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Eins og að bæta við ruslafötum, leggja göngu- og hjólreiðastíga eða búa til lysti- og/eða matjurtargarða o.s.frv. Að lokum verða líkön af öllum hverfum borgarinnar sýnd saman.

You may also like...