Eybjört Ísól vann stóru upplestrarkeppnina

Eybjört Ísól Torfadóttir, Guðmundur Kristinn Davíðsson og Sigrún Birna Þórarinsdóttir.

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Breiðholti fór fram fimmtudaginn 14. mars. Sigurvegari keppninnar í ár varð Eybjört Ísól Torfadóttir í Breiðholtsskóla. Í 2. sæti varð Guðmundur Kristinn Davíðsson úr Ölduselsskóla og Sigrún Birna Þórarinsdóttir í Seljaskóla varð í 3. sæti.

Hátíðin var í alla staði hin glæsilegasta, sigurvegarar síðasta árs kynntu skáld keppninnar og flutt voru falleg tónlistaratriði af nemendum úr Breiðholti. Stjórnandi keppninnar í Breiðholti er Anna María Jónsdóttir kennsluráðgjafi.

Varamenn í keppninni og kennarar.

You may also like...