Sendinefnd frá Brussel skoðar hitaveituna

Erlend sendinefnd

Sendinefndin ásamt starfsfólki Seltjarnarnesbæjar.

Sendinefnd frá Brussel sem kom til landsins á vegum utanríkisráðuneytisins heimsótti Seltjarnarnesbæ á dögunum og tók Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á móti henni.

Erindi nefndarinnar var að skoða hitaveitu Seltjarnarnesbæjar og fræðast um uppbyggingu hennar og starfsemi. Nefndin kom hingað til lands í tengslum við aðkomu Íslands að Uppbyggingarsjóði EES þar sem Íslendingar styrkja jarðhitaveitur í Rúmeníu og Ungverjalandi. Í hópnum voru m.a. Stefán Lárus Stefánsson og Unnur Orradóttir Ramette sendiherrar, Þóra Magnúsdóttir, sem situr í stjórn sjóðsins fyrir hönd Íslands, auk starfsmanna Orkustofnunar og starfsmanna Seltjarnarnesbæjar.

You may also like...