Umhverfisviðurkenningar 2021

Umhverfisnefnd Seltjarnarness veitti fjórar umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2021. Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar fyrir fjölbreytni í gróðurvali, uppgerða lóð, tré ársins og viðurkenningu fyrir fallega lóð sem skapar skemmtilega götumynd.

Bakkavör 8 fékk viðurkenningu fyrir vel snyrta og fallega lóð sem skapar skemmtilega götumynd.
Tré ársins er selja við Suðurmýri 6 (Bjarg 1).
Nesvegur 125 fékk viðurkenningu fyrir fjölbreytni í gróðurvali á endurgerðri lóð.
Tjarnastígur 22 fékk viðurkenningu fyrir einstaklega smekklega uppgerða lóð.

You may also like...