Eldri borgarar byggja við Árskóga

Arskogar 1 til 3 1

Yfirlitsmynd frá Árskógum þar sem búið er að merkja hið fyrirhugaða byggingarsvæði á myndina.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur fengið úthlutað byggingarrétti fyrir 52. íbúða fjölbýlishúsi á lóðum 1 og 3 við Árskóga. Úthlutunin er í samræmi við viljayfirlýsingu sem undirrituð var í fyrra. Íbúðir verða eingöngu fyrir félagsmenn Félags eldri borgara og mun félagið hafa eftirlit með endursölu íbúða til að tryggja að allar kvaðir séu virtar. Þá verður þinglýst þeirri kvöð að óheimilt sé að leigja út íbúðir í skammtímaleigu eða til gistiþjónustu.

Í leigusamningum um lóðina er kvöð um byggingu og rekstur íbúða fyrir eldri borgara í samræmi við sérskilmála Reykjavíkurborgar um úthlutun lóða til félaga og samtaka eldri borgara fyrir íbúðir eldri Reykvíkinga, sem gilda er lóðinni verður formlega úthlutað. Ákveðið hefur verið að breyta nokkuð gildandi deiliskipulagi lóða við Árskóga og tengigangi að þjónustumiðstöð við Skógarbæ Úthlutun lóðarinnar er með fyrirvara um endanlega niðurstöðu í nýju deiliskipulagi. Í yfirlýsingunni er sérstaklega fjallað um að hönnun íbúðarhúsnæðis verði í samræmi við markmið húsnæðisstefnu um fjölbreyttar húsagerðir, blöndun íbúðagerða innan hverfa og aukið framboð smærri íbúða, fyrir alla félagshópa. Gildistími viljayfirlýsingarinnar er tvö ár frá undirritun hennar, en að þeim tíma liðnum áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að úthluta viðkomandi lóð með byggingarrétti til annarra uppbyggingaraðila hafi ekki verið gefið út úthlutunarbréf vegna lóðarinnar. Heildarverð fyrir byggingarréttinn ásamt gatnagerðargjöldum er 254 milljónir króna og er þar miðað við 6.650 fermetra hús og 3.850 fermetra kjallara og bílageymslu.

Dagur og Þorunn 1

Dagur B. Eggertsson og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu 50 íbúða fyrir eldri borgara í Suður Mjódd.

You may also like...