Unnið að ýmsum lagfæringum í Breiðholti í sumar

Breidholtsþing 1 1

Ámundi V. Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds, og Einar Guðmannsson, deildarstjóri austursvæðis en hann hefur aðsetur sitt í þjónustustöðinni við Jafnasel í Efra Breiðholti mættu á þingið og gerðu grein fyrir framkvæmdum í Breiðholti á vegum borgarinnar í sumar.

Unnið verður við lagfæringar á leik- og grunnskólalóðum í Breiðholti í sumar. Þar á meðal verður unnið að fyrri áfanga lagfæringa á lóð Bakkaborgar, lóð Hraunborgar verður lagfærð og leiksvæðið við Kambasel verður endurgert. Þá verður landið áfram og lokið við endurgerð lóðar Ölduselsskóla. Þetta og margt fleira kom fram á Breiðholtsþingi sem haldið var í Gerðubergi 6. apríl sl.

Þingið var opinn íbúafundur haldinn á vegum hverfisráðs Breiðholts, en á honum var einkum fjallað um framkvæmdir og umhirðu á vegum Reykjavíkurborgar í hverfinu árið 2016 og nýsköpun í sjálfbærri matarrækt í Seljagarði. Þingið var haldið í samstarfi við Umhverfis- og skipulagssvið og Þjónustumiðstöð Breiðholts. Tveir gestir komu til íbúaþingsins frá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar; þeir Ámundi V. Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds og Einar Guðmannsson, deildarstjóri austursvæðis en hann hefur aðsetur sitt í þjónustustöðinni við Jafnasel í Efra Breiðholti. Þórey Mjallhvít Heiðardóttir Ómarsdóttir kynnir öfluga og nýstárlega starfsemi sjálfboðaliða í Seljagarði. Ámundi ræddi einkum um fyrirhugaðar framkvæmdir en Einar um hefðbundin viðhalds- og þjónustuverkefni. Í máli þeirra kom m.a. fram að þrátt fyrir sparnað i rekstri borgarinnar yrði reynt að sinna mörgum smærri verkefnum sem nauðsynlegt væri vegna vilhalds og einnig til þess að bæta og tryggja öryggi. Byggja á við leikskólann Suðurborg, endurnýja afgreiðslu Breiðholtslaugarinnar, endurnýja loftræstikerfi Breiðholtsskóla, setja upp nýtt hillukerfi í Borg-arbókasafninu í Gerðubergi, tengja nýbyggingu World Class við sundlaugarsvæðið og vinna við íþróttasvæði ÍR í Mjóddinni. Leggja á malbikslag yfir nokkra götukafla m.a. annars við Austurberg, Álfabakka, Stekkjarbakka, Fálkabakka og við Jaðarsel, Skógarsel og Vesturhóla.

You may also like...