Sjálfbært hús við FB

Steypu rennt í mót í plötu undir sjálfbæra húsið.

Sjálfbært hús rís nú senn á skólalóð FB. Nú er steypuvinnu fyrir plötuna undir húsið lokið. 

Verkefnið er samvinnuverkefni nemenda og kennara á húsasmíðabraut, rafvirkjabraut og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Stefnt er að því að nota eingöngu sjálfbæra orku til að hita upp húsið og rafvæða það. Þá verða notaðar sólarsellur og vindorka.

You may also like...