Tónlistarveisla í Breiðholti
Tónskóli Sigursveins sem er með aðsetur í Hraunbergi 2 heldur veglega tónlistarveislu laugardaginn 21. maí í Breiðholti kl. 12-17.
Nemendur á öllum aldri og úr öllum deildum Tónskóla Sigursveins koma fram á alls 11 tónleikum í Hraunbergi 2, Gerðubergi og Fella- og Hólakirkju. Heyra má í forskólanemendum, strengja-, blásara-, og píanónemendum, söngvurum og hljómsveitum úr rytmísku deildinni. Þetta er gullið tækifæri til að heyra afrakstur vetrarins og kynnast starfi Tónskóla Sigursveins.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis!