Göngubrú yfir Breiðholtsbraut

Á þessari tölvugerðu teikningu má sjá hvar brúin mun liggja yfir Breiðholtsbrautina.

Ákveðið er að byggja göngubrú yfir Breiðholtsbraut til þess að tengja Fella- og Seljahverfi saman og hef­ur þegar verið aug­lýst deili­skipu­lag fyr­ir brúna.

Auk brú­ar­inn­ar verða lagðir stíg­ar aust­an meg­in við Breiðholts­braut­ina sem tengj­ast við Fella­hverfið, bæði til suðurs og aust­urs. Heild­ar­kostnaður vegna fram­kvæmd­anna er áætlaður 109 milljón­ir sam­kvæmt mati sem Efla verkfræðistofa vann. Í mati Eflu kem­ur fram að reiknað er með því að gera 78 metra langa brú. Innifalið í því er stíga­teng­ing yfir Norður­fell og milli Suður­fells og Þóru­fells allt að biðstöð strætó við Suður­fell.

You may also like...