Um 50 krakkar kepptu á Vesturbæjarbiskupnum

Vesturbæjarbiskupinn 2 1

Verðlaunahafar á mótinu.

Um 50 krakkar tóku þátt í Vesturbæjarbiskupnum sem er skákmót Vesturgarðs og Skákakademíu Íslands sem haldið var í Hagaskóla 20. apríl sl.

Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum, 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur, 8.-10. bekkur og svo í stúlknaflokki. Einnig er veittur bikar fyrir þann skóla sem sendir flesta þátttakendur og að þessu sinni var það Álfhólsskóli sem vann hann þetta árið, líkt og í fyrra. Mótið þykir afskaplega gott og vel heppnað og er gaman að sjá að krakkar eru að koma ár eftir ár, en þetta er fjórða árið í röð sem þetta er haldið. Melabúðin er Styrktaraðili mótsins.

Vesturbæjarbiskupinn 1 2

Setið að tafli í Hagaskóla.

You may also like...