Skúli kaupir Hrólfsskálavör 2 af Eiríki

Hrólfsskálavör 2

Skúli Mogensen forstjóri WOW Air hefur fest kaup á húsinu við Hrólfsskálavör 2 af Eiríki Sigurðssyni sem kenndur hefur verið við Verslanir 10 – 11 enda stofnandi þeirra og eiganda Viðirsverslananna.

Eiríkur hefur búið á Seltjarnarnesi um árabil og hóf byggingu hússins við Hrólfsskálavör fyrir nokkrum árum. Hann lauk hins vegar ekki við byggingu þess og hefur það staðið ófullklárað um tíma. Kaupverð þess er um 300 milljónir króna. Samkvæmd bókun í fundargerð skipulags- og umferðarnefndar Seltjarnarnesbæjar hefur verið lögð fyrir nefndina breytingartillaga um að byggingarreitur á austurhluta suðurhliðar nái 3,0 metra frá húsi og á vesturhluta 5,75 metra.

You may also like...