Deiliskipulag tilbúið fyrir um 300 íbúðir

Arnarbakkasvæðið eins og það lítur út í dag. Þessi hús munu víkja fyrir nýbyggingum fyrir íbúa og þjónustustarfsemi.

Deiliskipulag vegna fyrir­hugaðra framkvæmda­reita við Arnarbakka í Bakka­hverfi og Eddufell og Völvufell í Efra Breiðholti er nú tilbúið. Því má búast við að farið verði að undirbúa að efna til fram­kvæmda á þessum tveimur endur­byggingar­svæðum í Breið­holti. Þegar er búið að loka verslun Iceland við Arnarbakka en fjarlægja á gömlu þjónustu­byggingarnar af lóðinni til að rýma fyrir nýjum framkvæmdum.

Við Arn­ar­bakka gert ráð fyr­ir allt að 150 íbúðum og er sér­stak­lega tekið fram að þar á meðal verði nem­enda­í­búðir. Einnig er gert ráð fyrir að þjónustu­rými verið aukið sem er liður í að endur­heimta sem fjöl­breyttasta þjónustu í hverfis­kjarnana sem hafa látið verulega á sjá á undanförnum árum. Við Eddu­fell og Völvu­fell er einnig ætlunin að byggja um 150 íbúðir sem er mikil fjölgun frá fyrri hug­myndum sem gerðu ráð fyrir að 50 íbúðir yrðu byggðar. Þá er einnig ætlunin að efla þjónustu í hverfiskjarnanum á ný. Með þessu er fyrirhugað að byggja allt að 300 íbúðir á þessum stöðum sem hafa legið undir niðurníðslu. Næstu skref verða að hanna framkvæmdir og leita efir framkvæmdaaðilum.

You may also like...