Leikvellir fá margar ábendingar

Melhagi Neshagi leikvollur

Leikvöllur við Melhaga í Vestur-bænum. Vesturbæingar vilja fleiri leiktæki á leikvellina og betri lýsingu.

Betri leikvellir fá margar ábendingar úr Vesturbænum í hugmyndasöfnuninni Hverfið mitt á Betri Reykjavík sem nú er nýlokið.

Margir lögðu til að koma ætti upp fleiri leiktækjum á völdum leikvöllum og einnig á að auka lýsingu þeirra. Þá var lagt til að leggja gangstétt með fram KR-vellinum norðaustanmegin og að gróðursetja og búa til setaðstöðu á horni Hagamels og Kaplaskjólsvegar ásamt fleiri áhugaverðum verkefnum. Tæpar 56 milljónir króna koma í hlut Vesturbæjarins vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna á vegum Betri Reykjavík að þessu sinni. Yfir 700 hugmyndir skiluðu sér á Hverfið mitt eins og hugmyndasöfnunin heitir á Betri Reykjavík sem er umtalsverð fjölgun frá síðasta ári. Alls er áætlað að verja 450 milljónum króna til verkefna á vegum Betri Reykjavíkur á þessu ári.

You may also like...