Breiðholt Festival verður í Seljahverfinu í ágúst

Breidholt Festeval 1 1

Breiðholt Festival verður haldin í hjarta Seljahverfisins sunnudaginn 14. ágúst í sumar. Þetta er í annað sinn sem efnt er til þessarar hátíðar en hátíðin fyrir ári þótti takast mjög vel. Breiðholt Festival er fjölskylduvæn minningarhátíð og aðgangur er öllum opinn og ókeypis. Dagskrárliðir fara meðal annars fram í Skúlptúrgarðinum við Ystasel, Ölduselslaug og Gróðurhúsinu hljóðveri.

Á hátíðinni er sjónum því beint að þeirri listsköpun og menningarlífi sem fer fram í Breiðholti, með þátttöku listamanna úr ýmsum listgreinum sem tengjast hverfinu. Auk þess er boðið upp á fjölbreyttar listasmiðjur fyrir gesti hátíðarinnar. Framleiðandi hátíðarinnar er plötuútgáfan Bedroom Community, sem fagnar einmitt 10 ára afmæli í ár. Eitt af yfirmarkmiðum hátíðarinnar er að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu og frambærilegu listsköpun sem tengist hverfinu. Einnig viljum við stuðla að jákvæðri ímynd og uppbyggingu hverfisins og hvetja hverfisbúa til að koma út úr húsum sínum, kynnast og njóta menningar innan göngufærs í heimabyggð sinni. Á meðal dagskrárliða eru útimarkaður, stofutónleikar, myndlistarsýningar, dansverk, listasmiður, teiknimyndanámskeið, innsetningar og margt fleira.

You may also like...