Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu

Börnin afhentu framlag sitt.

Unicef á Íslandi færa nemendum í Valhúsaskóla hjartans þakkir fyrir dýrmætt framlag sitt í neyðarsöfnunina okkar fyrir börn frá Úkraínu um miðjan júní.

Nemendur í unglingadeildinni söfnuðu framlögum með kaffisölu, flóamarkaði og armbandssölu á opnu húsi í skólanum og sýndu einnig verkefni sem tengjast börnum á flótta. Frábært framtak sem virkilega skiptir máli segir í frétt frá Unicef.

You may also like...