Hjúkrunarheimilið tilbúið 1. mars 2018

Hjúkrunarheimili-Neströð

Ákveðið er að ráðast í byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi og hefur Seltjarnarnesbær óskar eftir tilboðum í byggingu þess. Gert er ráð fyrir að öllu verkinu verði lokið fyrir 1. mars 2018.

Um er að ræða nýtt 40 íbúa hjúkrunarheimili á einni hæð að Safnatröð. Útboð verksins nær til allra þátta; jarðvinnu, uppsteypu, tæknikerfa, frágangs innan- og utanhúss auk lóðar. Laus búnaður og ákveðinn sérhæfður tæknibúnaður er undanskilinn. Opnun tilboða í bygginguna fer fram fimmtudagurinn 11. ágúst kl. 14:00 hjá Seltjarnarnesbæ Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

You may also like...