Dansmenntin iðkuð af krafti

Dansmenning

Þegar ljósmyndara Nesfrétta bar að garði í hátíðarsal Gróttu dunaði dansinn undir hressilegri tónlist. Þar var samankominn hópur nemenda úr Mýró við danskennslu.

Grunnskólar hafa val um að kenna dans og hafa skólastjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness lagt áherslu á að bjóða nemendum upp á danskennslu. Þannig hafa allir nemendur Mýrarhúsaskóla notið danskennslu undanfarin ár. Nemendur hafa lært bæði hefðbundna barnadansa og fengið kynningu á fleiri danstegundum. Kennslan hefur ýmist verið í formi námskeiða eða fastra tíma á stundatöflu og fer jafnan fram í Gróttusalnum eða í íþróttasal. Eldri nemendur hafa sömuleiðis notið danskennslu í skólaíþróttum og undanfarin ár hafa 10. bekkingar boðið eldri borgurum á Seltjarnarnesi upp í dans við lok kennslutímabils auk þess að bjóða foreldrum sínum upp í dans á 1. des. ballinu eins og þekkt er orðið.

You may also like...