Skólplögnin klárast á næstu vikum

Ætlunin er að hefja vinnu við síðustu áfangana við skólplögnina af Seltjarnarnesi út í Ánanaust. Gísli Hermannsson bæjarverkfræðingur segir að sæta verði sjávarföllum til þess að ganga frá lögninni. Ef staða sjávar sé há geti sjórinn runnið upp á land og gert verkið óvinnandi. Næstu daga sé þó gott útlit hvað þetta varðar.

Þá er eftir að tengja nýju lögnina. „Til þess þarf að koma upp dælubúnaði á milli brunna því ekki viljum við missa frárennslið út enda erum við nánast að vinna inn í görðum hjá fólki,“ segir Gísli. Vonir standa til að unnt verði að ljúka þessu verki sem komið er á lokametra innan nokkurra vikna.

You may also like...