Fyrsta íbúðarhúsið Svansvottað

Rakel Elva Jóns­dótt­ir afhendur Gísla Sig­munds­syni vottunarskjalið.

Þing­holts­stræti 35 í Reykja­vík er fyrsta íbúðar­hús­næðið sem hlotið hefur Svansvottun fyr­ir end­ur­bæt­ur hér á landi. Gísli Sigmunds­son tók við vottuninni fyr­ir Auðnu­tré ehf. Hann keypti húsið í sept­em­ber árið 2020 með það að mark­miði að fá Svans­vott­un fyr­ir end­ur­bæt­urn­ar. 

Áður en hægt var að ráðast í end­ur­bæt­urn­ar þurfti að fram­kvæma ákveðnar út­tekt­ir til þess að tryggja gæði end­ur­bót­anna, rétt­an far­veg úr­gangs og fleira. Á Svansvottunin að tryggja að um­hverf­is­leg­ur ávinn­ing­ur af verk­efn­inu sé um­tals­verður en í slík­um end­urbóta­verk­efn­um á mik­il áhersla að vera lögð á að nýta það sem hægt er. Húsið var í lé­legu ásig­komu­lagi þegar fram­kvæmd­ir hóf­ust samt var hægt að nýta burðar­virkið ásamt gól­f­efni í for­stofu og stiga inn­an­dyra. Húsið er á þrem­ur hæðum og stend­ur í ein­um elsta hluta borg­ar­inn­ar. Allt bygg­ing­ar­efni sem féll frá hús­inu var vand­lega flokkað og komið í end­ur­vinnslu og rétt­an úr­gangs­far­veg, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu Svans­ins. Rakel Elva Jóns­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Svans­ins sagði gam­an að segja frá því að þetta væri fyrsta íbúðar­húsið sem hljóti Svans­vott­un sam­kvæmt end­ur­bótaviðmiðunum þegar afhendingin fór fram.

You may also like...