Umsögn skipulagsfulltrúa um Dunhagareitinn samþykkt

Dunhagi 18 til 20.

Umsögn skipulagsfulltrúa frá 8. maí sl. um Dunhagareitinn hefur verið samþykkt í skipulagsráði. Um er að ræða deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18 til 20, Hjarðarhaga 27 til 33 og Tómasarhaga 32 til 46. Tillaga THG Arkitekta ehf gerir meðal annars ráð fyrir endurbyggingu húss á lóð nr. 18 til 20 við Dunhaga auk bílskúrsheimilda á tveimur lóðum.  

Á fundi skipulags- og samgönguráðs 20. febrúar sl. var lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 2. október 2018 um nýtt deiliskipulag fyrir umrætt svæði. Í tillögunni felst m.a. niðurrif og uppbygging á lóð nr. 18 til 20 við Dunhaga auk bílskúrsheimilda á tveimur lóðum, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti THG Arkitekta ehf. dags. 11. desember 2018. Einnig var lagður fram skuggavarpsuppdráttur THG Arkitekta ehf. frá 1. október 2018 og leiðréttur 8. febrúar 2019. Þá var á fundinum lögð fram drög að húsa-könnun Borgarsögusafns Reykjavíkur. Samþykkt að endurauglýsa framlagða tillögu með leiðréttu skuggavarpi dags.

Málið á sér allnokkra sögu

Dunhagamálið á sér allnokkra sögu. Úrskurðar-nefnd umhverfis- og auðlindamála felldi byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og hækkun húss að Dunhaga 18 til 20 sem staðið hefur autt um tíma úr gildi. Fyrirhugað var að byggja inndregna hæð ofan á núverandi hús, viðbyggingu við fyrstu hæð þess og fjölga íbúðum úr átta í 20 auk þess sem opna átti þar stórmarkað. Úrskurðarnefndin taldi að framkvæmdirnar fælu í sér umtalsverð frávik frá byggðamynstri svæðisins og að breytingin hefði þurft að eiga sér stoð í deiliskipulagi.

Byggingarleyfi kært úr ýmsum áttum

Umsögn skipulagsfulltrúa um Dunhagareitinn samþykkt.Hópur íbúa við Hjarðarhaga 27 og Tómasarhaga 32 kærðu ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að veita byggingarleyfið. Þeir töldu meðal annars að grenndarkynning sem farið hafði fram væri ólögmæt þar sem hún hefði eingöngu náð til íbúa sunnan Hjarðarhaga. Ekki hefði verið tekið tillit til þess að úr íbúðum norðan götunnar væri útsýni til Reykjaness sem myndi skerðast með tilheyrandi rýrnun lífsgæða íbúa og verðgildis íbúðanna. Íbúarnir bentu einnig á að umferð myndi aukast til muna með fjölgun íbúða og komu stórmarkaðs sem bætti á þann skort bílastæða sem þegar væri til staðar. Stækkun kjallara yrði erfið framkvæmd þar sem húsin væru byggð á klöpp og mögulega þyrfti að sprengja fyrir stækkuninni. Nefndin sagði í úrskurði sínum að Dunhagi 18 til 20 sé skilgreindur sem nærþjónustu-kjarni. Þar sé heimilt að vera með minni matvöruverslanir, bakarí, fiskbúðir og annað til daglegra þarfa innan hverfa. Þá geti íbúðir verið á efri hæðum viðkomandi bygginga.

You may also like...