Gert ráð fyrir átta hundruð íbúðum í Skerjafirði
Gert er ráð fyrir allt að tvö þúsund manna byggð eða um átta hundruð íbúðum í Skerjafirði. Reykjavíkurborg keypti nýverið hluta þessa byggingarlands af ríkinu eða samtals 11 hektara á 440 milljónir króna.
Fyrirhuguð byggðin mun rísa í beinu framhaldi af byggðinni sem nú er í Skerjafirðinum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur óskað eftir tillögu frá embættismönnum um hvernig staðið verði að skipulagi og undirbúningi uppbyggingarinnar. Þær tillögur eiga að liggja fyrir í síðasta lagi 10. september næst komandi og í framhaldi af því mun skipulagsvinna vegna byggðarinnar hefjast. Áhersla er lögð á að hraða uppbyggingu þar sem henni er ætlað að koma til móts við aukna þörf fyrir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Málið er þó umdeilt. Lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli hefur verið gagnrýnd einkum vegna þess að með því sé dregið úr möguleikum flugvallarins til þess að sinna sjúkraflugi. Íbúar í Skerjafirðinum hafa einnig nokkrar áhyggjur af nýju byggðinni og telja að ekkert samráð hafi verið haft við þá um fyrirhugaðar framkvæmdir Spurningar hafa vaknaði einkum á meðan íbúa Skerjafjarðar. Bæði um hvernig umferðarmál verði leyst og einnig um hvernig hin nýja byggð verði tengd öðrum byggingum á svæðinu og hort byggðin sitt hvoru megin Reykjavíkurflugvall-ar verði skilgreind sem ein heild í póstnúmeri 102 en Skerjafjörður hefur verði færður úr póstnúmeri 107 í 102 sem er póstnúmer Vatnsmýrarinnar.