Íbúðir fyrir eldri borgara að rísa í Árskógum

arskogar-skofustunga-1

Gísli Jafetsson framkvæmdastjóri Félags eldri borgara, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Þorbergur Halldórsson formaður byggingarnefndar og Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara.

Skóflustunga tekin fyrir grunn að 52 íbúðum eldri borgara í Árskógum í Mjóddinni í Breiðholti lok ágúst. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður félags eldri borgara héldu á spaðanum af þessu tilefni. Um er að ræða viðbót við þá búsetu og starfsemi fyrir eldri borgara sem fram fer í Árskógum.

Íbúðirnar í húsinu verða eingöngu seldar félögum í Félagi eldri borgara og mun félagið hafa eftirlit með endursölu þeirra til að tryggja að allar kvaðir séu virtar. Þá verður þinglýst þeirri kvöð að óheimilt sé að leigja út íbúðir í skammtímaleigu eða til gistiþjónustu. Íbúðirnar eru hannaðar í samræmi við markmið húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar um fjölbreyttar húsagerðir, blöndun íbúðagerða innan hverfa og aukið framboð smærri íbúað fyrir alla félagshópa – í þessu tilfelli eldri borgara. Fjölbýlishúsið verður 6.650 fermetrar að stærð með 3.850 fermetra kjallara og bílageymslu. Framkvæmdir við jarðvinnu eru þegar hafnar og byggingarframkvæmdir munu að öllum líkindum hefjast í lok nóvember.

askogar-eb-bygging-1

Þannig mun hið nýja hús fyrir eldri borgara líta út þegar lokið verður við byggingaframkvæmdir.

You may also like...