Vetrarstarf Seltjarnarneskirkju hafið

Vetrarstarfið í Seltjarnarneskirkju hófst í byrjun september. Stærsta breytingin frá fyrri árum er sú að sunnudagaskólinn er ekki lengur kl. 11 heldur færist hann til kl. 13. Sóknarprestur og organisti safnaðarins sjá um sunnudagaskólann. 

Sunnudagaskólaskólastarfið verður fjölbreytt og skemmtilegt í vetur. Sunnudagaskólinn verður í kirkjunni og föndur og alls konar verkefnavinna fer fram í safnaðarheimilinu. Sunnudagaskólinn einkennist af miklum söng og fræðslu. Eftir hvern sunnudagaskóla verður boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu. 

Æskulýðsstarf með fermingarbörnum fer fram  á sunnudagskvöldum í kirkjunni. 

Barnakórinn byrjar æfingar í lok ágúst. Þau Þorsteinn Freyr Sigurðsson og María Konráðsdóttir eru stjórnendur. Þau eru bæði hámenntuð í söng og söngstjórn. Þau börn sem kjósa að vera með í kórnum hljóta einstaklega gott og þroskandi tónlistaruppeldi sem þau munu búa að um alla framtið. 

Starf fyrir 6-9 ára börn fer fram á mánudögum kl. 16-17. 

Foreldramorgnar  eru á miðvikudögum kl. 10-12.

Karlar 67 ára og eldri koma í Karlakaffi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14-16. Þar er spjallað um alla heima og geima. Gott kaffi og með því. 

Kyrrðarstundir  eru á miðvikudögum kl. 12. Þar getur fólk komið og borið fram bænarefni sín. Léttur málsverður er á eftir í safnaðarheimilinu. 

Morgunkaffi er á miðvikudögum kl. 9-11. Gestir koma í heimsókn og spjalla um margs konar efni. 

Starf með eldri bæjarbúum er síðasta þriðjudag hvers mánaðar í hádeginu eða eftir hádegið. Hver samvera er auglýst sérstaklega. 

Helgistundir eru á Seltjörn þriðja sunnudag hvers mánaðar. 

Helgistundir eru á Skólabrautinni annan þriðjudag hvers mánaðar kl. 13.30. 

Fræðslumorgnar eru á sunnudögum kl. 10. Þeir hafa haslað sér völl í safnaðarstarfinu og þykja ómissandi. 

Messur eru alla sunnudaga kl. 11 í Seltjarnarneskirkju. 

Sóknarnefndarfundir eru haldnir einu sinni í mánuði.

Veggurinn Gallerí  er í safnaðarheimilinu. Þar sýna myndlistarmenn myndir sínar einn mánuð í senn. Fram hefur komið mikill áhugi myndlistarmanna að sýna myndir sínar. 

Eins og fram hefur komið er starfið í Seltjarnarneskirkju fjölbreytt og hentar fólki á ýmsum aldri. Allir eru velkomnir að taka þátt í starfinu. Einkunnarorð okkar eru: ,,Seltjarnarneskirkju – okkar annað heimili.” 

You may also like...