Melaskóli 70 ára

Glæsilegt hús Melaskóla og greinilegt er að mikillar famsýni hefur gætt við byggingu hans árið 1946.
Melaskóli er 70 ára um þessar mundir og af því tilefni verður haldið upp á afmælið 5. október næst komandi.
Um morguninn og fram yfir hádegi verður mikið um dýrðir hjá nemendum og starfsfólki skólans en seinna um daginn, eða á milli kl. 15 og 17, verður opið hús fyrir foreldra, gamla nemendur og aðra velunnara Melaskólans. Auk formlegrar dagskrár í skálanum geta gestir gengið um skólabyggingarnar, skoðað verkefni nemenda og annað það sem boðið er uppá í tilefni dagsins – eða bara andað að sér ilmi liðinna daga.