Allt að 70% nýrra íbúða í Vestur- og Miðborginni
Allt að 70% þeirri íbúða sem búið er að gefa út byggingarleyfi í Reykjavík fyrir eru í Vesturbænum og á Miðborgarsvæðinu. Flest eru þau við Frakkastíg eða 600 og 200 eru við Hafnartorg.
Við Mýrargötu hafa verið gefin út 156 byggingarleyfi og 100 á Hljómalindarreit á milli Hverfisgötu og Laugavegar. Við Nýlendugötu hafa verið gefin út 90 byggingarleyfi og 77 við Tryggvagötu. Alls eru þetta 1365 byggingarleyfi en alls hafa verið gefin út 1.999 leyfi fyrir allt að 5.500 íbúðum sem samþykkt deiliskipulag á vegum borgarinnar nær til. Ef miðað er við þrjá íbúa að meðaltali fyrir hverja íbúð getur þetta þýtt fjölgun um allt að 4.000 íbúa á þessum svæðum á næstu þremur til fjórum árum. Þetta kemur fram í gögnum sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á fjölmennum fundi um uppbyggingu í Reykjavík á gögunum. Hann sagði metár vera fram undan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík sem bæta úr brýnni þörf á húsnæðismarkaði. Áætlað sé að á höfuðborgarsvæðinu vanti um 5.100 íbúðir til að mæta þörf og þar af eru um 3.300 í Reykjavík. Dagur sagði að tryggja eigi þarfir allra borgarbúa. Í húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar segir að meginmarkmið sé að til verði fjölbreyttur og sveigjanlegur húsnæðismarkaður sem tryggir öllum þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði, hvort sem fólk þarfnast stuðnings með sín húsnæðismál eða ekki.