Auður tekur við Ægisborg

Ægisborg. 

Auður Ævarsdóttir tekur við stjórnartaumum í leikskólanum Ægisborg í Vesturbæ af Sigrúnu Birgisdóttur. Auður tekur til starfa 1. júní. 

Auður lauk prófi sem leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands 1994 og viðbótarnámi til B.Ed. prófs í leikskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands 2005. Hún lauk auk þess framhaldsnámi í menntunarfræði á sviði yngri barna frá Háskóla Íslands 2008 og meistaranámi í stjórnun menntastofnana með áherslu á matsfræði frá Háskóla Íslands 2015. Auður hefur áralanga reynslu af leikskólastarfi sem deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri auk þess sem hún hefur starfað sem verkefnastjóri ytra mats í leikskólum á skrifstofu skóla- og frístundasviðs sl. fimm ár. 

You may also like...