Nýr samningur ÍR og Reykjavíkurborgar

Séð yfir ÍR svæðið í Mjóddinni. Með samstarfssamningi ÍR og Reykjavíkurborgar mun þetta svæði koma til með að breytast í framtíðinni.

Samstarfssamningur á milli ÍR og Reykjavíkurborgar er á lokametrunum en unnið hefur verið að honum um nokkra mánaða skeið.

Samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar og ÍR var sett á stofn í september 2016 sem síðan hefur unnið að tillögugerð um uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir ÍR og Breiðholtið í heild og rekstur þeirra. Niðurstöður nefndarinnar liggja nú fyrir. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson lagði fram tillögu í borgarráði 11. janúar s.l. þess efnis að hann fengi umboð til að undirrita samninginn en áður verði hann borinn upp til samþykktar á aðalfundi hjá ÍR og kynntur á opnum íbúafundi í Breiðholti. Afgreiðslu samningsins 11. janúar var frestað. Spennandi verður að fylgjast með framhaldi málsins á næstu vikum sem felur í sér verulega aðstöðuuppbyggingu fyrir íþróttastarf ÍR á næstu árum og langtímasamninga um rekstur ÍR á íþróttamannvirkjunum sem verða byggð og þeim sem félagið rekur nú þegar.

You may also like...