Aníta og Guðni Valur íþróttafólk ársins hjá ÍR
Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttakona var valin íþróttakona ÍR og Guðni Valur Guðnason frjáls- íþróttamaður íþróttakarl ársins 2016 hjá ÍR á verðlaunahátíð félagsins sem fram fór á milli jóla og nýars.
Stjórnir allra deilda félagsins tilnefndu íþróttakonu og íþróttakarl ársins í sinni deild og úr þeim hópi voru Aníta og Guðni valin. Aníta og Guðni Valur kepptu bæði með glæsibrag í frjálsíþróttum fyrir Íslands hönd á mestu íþróttahátíð veraldar á síðasta ári, Ólympíuleikunum í Ríó. Allir tilnefndir íþróttamenn deilda voru heiðraðir á verðlaunahátíðinni sem var sú fjölmennasta sem haldin hefur verið hjá félaginu.
Hér að neðan eru nöfn þeirra sem heiðraðir voru:
Júdókona ÍR 2016: Aleksandra Lis
Knattspyrnukona ÍR 2016: Andrea Magnúsdóttir
Taekwondokona ÍR 2016: Ibtisam El Bouazzati
Karatekona ÍR 2016: Kamila Buracewska
Keilukona ÍR 2016: Linda Hrönn Magnúsdóttir
Handknattleikskona ÍR 2016: Sigrún Ása Ásgrímsdóttir
Skíðakona ÍR 2016: Vigdís Sveinbjörnsdóttir
Frjálsíþróttakona ÍR 2016: Aníta Hinriksdóttir
Karatekarl ÍR 2016: Aron Anh Ky Huynh
Keilukarl ÍR 2016: Hafþór Harðarson
Knattspyrnukarl ÍR 2016: Jón Gísli Ström
Handknattleikskarl ÍR 2016: Jón Kristinn Björgvinsson
Skíðakarl ÍR 2016: Kristinn Logi Auðunsson
Júdókarl ÍR 2016: Matthías Stefánsson
Körfuknattleikskarl ÍR 2016: Sigurkarl Róbert Jóhannesson
Taekwondokarl ÍR 2016: Sveinn Logi Birgisson
Frjálsíþróttakarl ÍR 2016: Guðni Valur Guðnason