Fleiri fyrirtæki munu flytja í Ellingsenhúsið

Nú standa miklar breytingar yfir í Ellingsenhúsinu í Örfirisey. Húsið hefur hýst verslum Ellingsen um árabil en nú er áformað að auka nýtingu þess verulega og að fá fleiri fyrirtæki og rekstraraðila þangað.

Þessa dagana er unnið við að setja milligólf í húsið og skipta því í tvær hæðir en mikil lofthæð hefur einkennt verslunarrými þar. Gert er ráð fyrir að Sjúkraþjálfun Reykjavíkur sem verið hefur í Héðinshúsinu en þarf að víkja þaðan þar sem ákveðið hefur verið að breyta því í hótel verði á efri hæð Ellingsenhússins og hugsanlega veitingastaður þótt það sé enn ekki að fullu frá gengið. Verslun Ellingsen verður áfram á jarðhæðinni og einnig er ákveðið að apótek Lyf og heilsu sem er staðsett í JL húsinu við Hringbraut flytji þangað og svo mun gæludýraverslun vera einnig í húsinu. Gert er ráð fyrir að þessum framkvæmdum verði lokið í október og nýir aðilar flytji þá í húsið.

You may also like...