Fjölmennt rithöfundakvöld í bókasafninu
Um 100 manns sóttu hið árlega rithöfundakvöld Bókasafns Seltjarnarness sem fór fram þriðjudaginn 21. nóvember og var afar vel heppnað.
Gestir að þessu sinni voru Bubbi Morthens með nýja ljóðabók sína Hreistur. Oddný Eir Ævarsdóttir með bókina Undirferli, Sólveig Pálsdóttir með nýja glæpasögu, Refurinn og Ármann Jakobsson með nýja skáldsögu sína Brotamynd. Sunna Dís Másdóttir stýrði umræðum. Aðgangur var ókeypis og boðið upp á kaffi og kruðerí í hléi. Í Gallerí Gróttu sama dag tók Guðrún Einarsdóttir á móti gestum á sýningu sína og svaraði fyrirspurnum.