Fyrsta desember hátíð Valhúsaskóla

Hin árlega 1. des hátíð 10. bekkinga í Valhúsaskóla var haldinn með glæsibrag í Félagsheimili Seltjarnarness. Á þessu kvöldi bjóða unglingarnir foreldrum sínum til veislu, sýna skemmtiatriði, flytja leikrit og dansa. Mikill vinna liggur að baki og flestir nemendur í 10. bekk komu með einu eða öðrum hætti að undirbúningi hátíðarinnar undir leiðsögn starfsfólks Selsins og Valhúsaskóla.

Dagskráin hófst með ávarpi formanns nemendaráðs, Killians G. E. Brianssonar.  Að því loknu söng Katrín Anna Karlsdóttir vinningslagið úr söngkeppni Selsins. Þá var komið að söngleiknum Made in USA þar sem að 37 leikarar stigu á svið undir leikstjórn Sunnu Maríu Helgadóttur starfsmanni Selsins. Auk leikara voru 6 tækni- og sviðsmenn sem tóku þátt í sýningunni. Sýningin var frábær í alla staði og eiga leikstjóri og nemendur hrós skilið. Eftir leiksýninguna var boðið upp á veitingar og síðan sveifluðu nemendur foreldrum sínum á dansgólfinu en þær Metta og Hrund þjálfuðu unglingana í danslistinni í íþróttatímum vetrarins. Hljómsveitin Stuðlabandið hélt síðan uppi stuðinu fram að miðnætti og fóru allir glaðir og kátir heim að lokinni vel heppnaðri skemmtun.

You may also like...