116 útskrifuðust frá FB

116 nemendur útskrifuðust frá FB við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu þann 20. desember sl.

Alls útskrifuðust 62 nemendur með stúdentspróf, 25 luku prófi af rafvirkjabraut, 15 af húsasmíðabraut, 4 af snyrtibraut auk þess útskrifuðust 16 sjúkraliðar. Dúx skólans var Birta Björk Andradóttir af náttúruvísandabraut. Hún sópaði að sér flestum verðlaunum. Auk þess að fá verðlaun fyrir bestan árangur á stúdentsprófi þá hlaut hún verðlaun í raungreinum og stærðfræði, auk verðlauna frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. Þá hlaut Birgitta Sól Eggertsdóttir nemandi af náttúruvísindabraut styrk úr styrktarsjóði Kristínar Arnalds fyrrverandi skólameistara FB auk verðlauna fyrir góðan árangur í íslensku og spænsku. Melkorka Sól Andradóttir söng við undirleik Pálmars Ólasonar og tveir nemendur fluttu kveðjuræður, þau Sigurkarl Jóhannesson nýstúdent og Nedjeljka Íris Hrkalovic nýstúdent sem einnig lauk prófi á snyrtibraut. Þá flutti Magnús Ingvason aðstoðarskólameistari yfirlitsræðu og skólameistari Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir sem stýrði athöfninni flutti kveðjuávarp.

You may also like...