Fjögurra íbúða hús við Melabraut 12

Fyrirhuguð bygging á Melabraut 12 er hægra megin á myndinni.

Grenndarkynningar á erindi um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Melabraut 12 í Bakkahverfi á Seltjarnarnesi fer senn að ljúka. Gert er ráð fyrir að rífa núverandi hús á lóðinni og byggja í staðinn hús með fjórum íbúðum.

Reisa á nýbyggingu allt að þremur hæðum, þar af skal efsta hæð vera inndregin frá götu um a.m.k. 4 metra. Gera má kjallara undir húsinu fyrir geymslur og stoðrými sem yrði að öllu leyti neðanjarðar. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum á lóðinni eða einu stæði fyrir hverja íbúð. Hámarks byggingarmagn á lóðinni verður aukið úr 324,4 fermetra í 527 fermetra. Núverandi hús á lóðinni skemmdist mikið í eldsvoða á liðnu ári og er talið ónýtt.

You may also like...