Glæsilegt útilistaverk í Breiðholti
Monika Jóhanna Karlsdóttir nemandi á myndlistarbraut bar sigur úr býtum í samkeppni myndlistarbrautar FB um besta vegglistaverkið á húsgaflinn við Vesturberg 70 til 74. Vinningsféð er 50.000 kr. sem verður afhent við útskrift í Hörpu í maí.
Borgarráð Reykjavíkurborgar veitti FB 200.000 króna styrk til verkefnisins en auk þess styrkir hússjóður Vesturbergs 70 til 74 uppsetninguna sem og FB og Litaland. Myndin nefnist Fuglaflæði og er byggð upp í kringum hugmynd af fuglum á flugi og stúlku með boga og örvar.