Listahátíð í Reykjavík í fyrsta skipti Breiðholti

Asparfelli 2 til 12 þar sem íbúar ætla að opna heimili sín fyrir gestum Listahátíðar.

– í samvinnu við Breiðholt festival –

Listahátíð í Reykjavík verður með atriði í Breiðholti í fyrsta sinn í sögu sinni en það er nú stefna forsvarsmanna hátíðarinnar og færa hluta henna út fyrir miðborgarsvæðið. Listahátíðin mun efna til viðburða í samvinnu við Breiðholt festival hátíð sem þau Sigríður Sunna og Valgeir Sigurðsson sem starfrækja tóinlistarmiðstöð í Vogaselinu í Breiðholti hafa haldið nokkur undanfarin sumur. Viðburðirnir í Breiðholti verða 9. laugardaginn júní.

Þessir viðburðir eru ljósmyndasýning Spessa, danspartý í Asparfelli og tónleikar í Ölduselslaug. Breiðholt Festival býður gestum Listahátíðar að fljóta um í Ölduselslaug og hlusta á tónlist sem streymir úr hátölurum undir vatnsyfirborðinu. Tónverkin eiga það sameiginlegt að hafa verið samin fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti af íslenskum tónskáldum sem tengjast Breiðholti með ýmsum hætti. Eftir sundsprettinn er tilvalið að gæða sér á veitingum á alþjóðlega matarmarkaðnum sem verður á sundlaugarbakkanum. Þá verður boðið í alvöru blokkarpartý því íbúar blokkarinnar í Asparfelli 2 til 12 ætla að bjóða gestum Listahátíðar í danspartý á heimilum sínum. Húsráðendur ætla að opna íbúðir sínar og gestum er boðið að rápa á milli íbúða og taka þátt í alls konar partíum með fjölbreyttum gestgjöfum. Í sumum íbúðum verða partýin stór og með hárri tónlist, full af dansandi fólki á meðan önnur verða rólegri, fámenn og lágvær – og svo allt þar á milli. Húsráðendur hanna sinn heimavöll og stjórna sínu partýi. Nágrannar ætla að sameina krafta sína og fólk sem kannski hittist ekki oft í daglegu lífi ætlar að fagna samfélaginu sínu og hverju öðru – þó það sé bara rétt á meðan á blokkarpartýinu stendur.   

Fellabúar í gegnum linsu Spessa

Breiðholtið og stoltir íbúar þess birtast í öllum sínum fjölbreytileika í nýrri röð ljósmynda Spessa sem sýndar verða í galleríinu Rýmd í Völvufelli. Portrett myndir Spessa úr póstnúmerinu 111 bera það með sér að hann hefur komist í nálægð við alls konar fólk sem byggir þennan borgarhluta. Hann gætir þess að halda hæfilegri fjarlægð af virðingu við viðfangsefnið. Hér er á ferðinni örsaga kynslóða í hverfi sem á margan hátt er óvenjulegt í borginni.

You may also like...