Fellaskóli kveður heiðursfólk

Heiðursfólk og lykilfólk í að móta menningu Fellaskóla og varðveita hana kveðja nú starfsvettvang sinn til margra ára.

Fimm starfsmenn voru kvaddir í Fellaskóla föstudaginn 1. júní sl. Þau eru Jón Mar Þórarinsson, Margrét Jónsdóttir, Pétur Pétursson, Sesselja Gísladóttir og Valgerður Eiríksdóttir. Öll fara þau á eftirlaun eftir margra ára starf við skólann. 

Þetta heiðursfólk hefur starfað við Fellaskóla í meira en fjóra áratugi og þjónað óteljandi nemendum hverfisins. Þau eiga það sameiginlegt að hafa einstakt lag á að laða fram það besta í nemendum, horfa til styrkleika hvers og eins og styðja þannig börnin við að ná sem bestum árangri. Þá hafa þau stutt margan nýjan starfsmanninn í Fellaskóla, veitt jákvæða leiðsögn og miðlað af reynslu sinni sem spannar tæplega 200 ár samtals. Jón Mar, Margrét, Pétur, Sesselja og Valgerður hafa upplifað miklar breytingar á Fellaskóla og skólahverfinu á starfsævinni og lagt grunn að og tekið þátt í ýmis konar þróunarstarfi í gegnum árin. Þannig hafa þau verið lykilfólk í að móta menningu skólans og varðveita hana. Samstarfsfólkið í Fellaskóla þakkar þeim allt hið góða sem þau hafa lagt til skólastarfsins, umhyggju þeirra fyrir nemendum hverfisins og samstarfsfólki og óskar þeim gæfu- og gleðiríkrar framtíðar á nýjum vettvangi. 

You may also like...