Hjúkrunarheimilið verður afhent í október

Mynd sem tekin var af hjúkrunarheimilinu úr dróna 10. september sl.

Bygging Hjúkrunarheimilis fyrir Seltjarnarnesbæ er nú á lokastigi og stefnt er að því að afhenda húsið í október næst komandi. 

Samkvæmt upplýsingum frá Munck Íslandi sem vinnur verkið er verið að leggja lokahönd á frágangsvinnu innanhúss, utanhúss og í lóð og eru þessir verkhlutar á lokastigi. Um fjörutíu hjúkrunaríbúðir er að ræða auk dagvistunar, húsnæðið er alls um 3.420 fermetrar að flatarmáli. Innifalið í verkinu er allur innanhúss- og utanhússfrágangur og lóðarfrágangur með búnaði og gróðri.

You may also like...