Nýuppgert hljóðver í skólanum

Mikil gleði hefur ríkt í Fellaskóla síðustu mánuði og mikið að gerast í list og sköpun ásamt öðru. Fellaskóli varð í öðru sæti í Skrekk í ár og nemendur og allir mjög stoltir af þeim árangri. 

Nýr valáfangi í tónlist og myndbandagerð hóf göngu sína þar sem nemendur tóku upp alla tónlist í nýuppgerðu hljóðveri skólans og myndbandið var tekið upp í nýju myndveri skólans. Ánægjulegt er að segja frá því að aldrei hafa fleiri nemendur  stundað tónlistarnám í Fellaskóla en þetta skólaár í samstarfi við Tónskóla Sigursveins og Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts.

Glæsileg sýning var opnuð í Listafelli, gallerí Fellaskóla fimmtudaginn 2. desember síðastliðinn. List og verkgreinakennarar skólans sjá um uppsetningu sýningarnar þar sem verk nemenda úr smiðjum eru til sýnis. 

Þessar myndir voru teknar á sýningu í Listafelli, gallerí Fellaskóla í desember.

You may also like...