„Syndgarar“ á ferð um Dali

Sundlaugagarpar í heimsókn í Dölunum.

Frábær ferð „Syndgara“ með öðrum orðum sundgarpa Seltjarnarneslaugar vestur í Dali var farin 28. ágúst. Fararstjórar og skipuleggjendur voru alþingismennirnir og ráðherrarnir fyrrverandi Svavar Gestsson og Guðni Ágústsson sem fóru að sjálfsögðu á kostum í ferðinni. 

Ferðin hófst kl. 8.00 að morgni við Seltjarnarneslaug og haldið að Kvennabrekku í Dölum þar sem Svavar Gestsson tók á móti hópnum við söguskiltið um Árna Magnússon. Í Búðardal var skroppið í búðina og á klósett fyrir þá sem þangað þurftu. Í Hjarðarholti í Dölum var komið við í kirkjunni, sagt frá henni og fjallað um Laxdælu. Frá Hjarðarholti var ekið um Strandir, horft heima að Hvammi í Dölum og síðan stoppað á Staðarfelli. Eftir að hafa snætt hádegissúpu að Vogi var gengið að útsýnisskífu við Klofning. Um miðjan dag var komið að Skarði þar sem stansað var en þaðan ekið niður Skarðströð að Ólafsdal. Eftir viðkomu þar var ekið að Laugum í Sælingsdal og þaðan í Búðardal þar sem kvöldverður var snæddur í Leifsbúð.

You may also like...