Sýningastýrð hönnunarverslun í Verkamannabústöðunum

Gunnar Már Pétursson eigandi SKEKK á Ásvallagötunni.

Hönnunarverslunin SKEKK er starfrækt í sýningarrými í húsnæði verkamannabústaðanna við Hofsvallagötu 16 en gengið er inn frá Ásvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur. SKEKK er sýningarstýrð hönnunarverslun og sýningarrými sem helgar sig því sem hæst ber í alþjóðlegri samtímahönnun og handverki. Eigandi verslunarinnar er Gunnar M. Pétursson. Vesturbæjarblaðið skrapp í kaffi til hans á dögunum.

Verslunin opnaði að sögn Gunnars í núverandi húsnæði í lok mars mánaðar á liðnum vetri en hún hafði þá starfað undanfarin sex ár, eða frá HönnunarMars 2012, sem vefverslun á slóðinni skekk.com. Vaxandi þáttur í starfsemi SKEKK er þátttaka í framleiðslu einstakra muna í samstarfi við suma af fremstu hönnuðum samtímans á borð við David Taylor, HAHA Studio, And Anti Matter o.fl. Gunnar segist leggja mikið upp úr góðu og persónulegu samstarfi við þá hönnuði sem verslunin hefur á sínum snærum og að verslanir af þessari gerð þekkist víða erlendis en sér vitanlega sé engin önnur verslun sem starfi eftir nákvæmlega þessu módeli hér á landi. Gunnar er myndlistarmaður að mennt og kveðst því koma aðeins bakdyramegin inn í hönnunarheiminn, þótt skilin á milli þessara tveggja heima séu ekki alltaf eins skörp og margir halda. “Ég er að kynna hönnunarvörur og listmuni sem oft á tíðum eru framleiddir í takmörkuðu upplagi,” segir hann og nefnir í því samhengi sænskskoska hönnuðinn David Taylor sem dæmi. Verk sín hannar hann og smíðar sjálfur í örfáum eintökum og hafa þau því mikið söfnunargildi. Sama gildir um íslenska hönnunarteymið And Anti Matter sem hefur vakið athygli erlendis að undanförnu.

Er að færa fókusinn á Mið Evrópu

 Skandinavísk hönnun hefur verið í miklum metum hér á landi lengi og er hlutur hennar nokkuð stór, sem er vel enda gæðin mikil eins og Íslendingar vita. “Vissulega eru skandinavísk merki á boðstólum hér en mig langar að auka hlut annarra svæða og er fókusinn nokkuð á Mið-Evrópu í augnablikinu. Ef eitthvað gott kemur fram skipir ekki máli hvaðan það kemur helDTIL Enskur umboðsaðili fyrir hinar margverðlaunuðu hollensku DTILE flísar, en framleiðandi þeirra vildi reyna nýja leið með því að tengja flísarnar sterklega inn í hönnunarheiminn.Ýmis sýnishorn er að finna í versluninni í Verkamannabústöðunum og er sjón sögu ríkari.

Hér má líta nokkra hönnunarmuni sem til eru í SKEKK

Í Hönnunarversluninni SKEKK.

You may also like...