Skautasvell á Tjörninni og hundagerði við Vesturbæjarlaug

Sundlaugartúnið við Vesturbæjarlaug. Nú vilja Vestrubæingar fá hundagerði á svæðið.

Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar í kosningunni “hverfið mitt” á dögunum. Íbúar kusu í ár 88 verkefni til framkvæmda á næsta ári. Í Vesturbæ voru eftirtalinn verkefni valin.

Gönguþverun við verslunarhverfi á Granda. Fjölnota hreysti- og klifursvæði. Strætóskýli við Melaskóla. Tennisvöllur við íþróttahús Hagaskóla. Gönguþverun yfir Hofsvallagötu við Reynimel. Hundagerði við Vesturbæjarlaug. Grenndargáma í Vesturbæinn vestan Tjarnar. Gönguþverun við Ægisborg. Bæta gatnamót Framnesvegar og Vesturgötu. Leiktæki á Hringbrautarróló. Endurtyrfa sparkvöllinn við Skeljagranda. Leggja göngustíg að strætóskýli við Suðurgötu. Setja upp hjólabraut við Grandaskóla. Púttvöll á grasið við spennistöðina.

Eftirtalin verkefni voru valin í Miðborg 

Skautasvell á Tjörnina. “Frumskógur” fyrir börn á leiksvæði í miðbænum. Grænn reitur á Grettisgötu – Vin í miðbænum. Grænn mosaveggur sem dregur í sig mengun. Skipta út ruslatunnum. Endurnýja Einarsgarð. Endurnýja göngustíga í Hljómskálagarði. Körfuboltakörfur í miðbæinn. Vegglistaverk á Spennistöðina

You may also like...