Endurbætt skólalóð við Grandaskóla

Nú er unnið að endurhönnun og breytingum á lóð Grandaskóla og hefur fyrsti áfangi hennar verið opnaður fyrir nemendur.

Framkvæmdir hafa staðið yfir síðan skóli hófst í haust, svo nemendur eru búnir að bíða lengi eftir þessum breytingum og opnun á skólalóðinni. Mikil gleði var hjá nemendum að fá að leika í öllum nýju leiktækjunum og á gervigrasinu.

You may also like...