Læs í vor í Breiðholti

– hægt að margfalda lestrarhæfni –

Þátttakendur í námskeiðinu Læs í vor.

Læs í vor er námsefni sem Guðríður Adda Ragnarsdóttir atferlisfræðingur og kennsluráðgjafi hefur þróað í starfi sínu til að kenna lestur og ritun með stýrðum fyrirmælum (Direct Instruction, DI) og hnitmiðaðri færniþjálfun (Precision Teaching, PT). Kennarar þurfa að ljúka námskeiðinu Læs í vor til að fá réttindi til að nota námsefnið. 

Sýnt hefur verið fram á að þegar kennt er með hinni samsettu tækni stýrðra fyrirmæla (DI) og hnitmiðaðrar færniþjálfunar (PT), leiðir námsefnið LÆS Í VOR til þess að lestrarfærni margfaldast hjá þeim sem hefja það, óháð aldri nemendanna eða ástæðum ólæsisins. Verkefnið Læsi allra mál – LÆM á Þjónustumiðstöð Breiðholts fékk styrk frá Sprotasjóði og  ákvað í framhaldi, í samstarfi við alla grunnskólana í hverfinu, að bjóða kennurum í Breiðholti upp á námskeiðið Læs í vor. Tveimur kennurum frá hverjum skóla var boðið á námskeiðið þeim að kostnaðarlausu til að læra þessa aðferð við kennslu lesturs og ritunar. Alls mættu þátttakendur þrjár helgar með fimm vikna millibili en unnu þess á milli með nemendur undir leiðsögn Guðríðar Öddu. Miklar framfarir urðu hjá þeim nemendum sem unnið var með á haustönninni.  LÆM óskar kennurum til hamingju með frábæran árangur og hlakkar til að fylgjast með þeim nýta þessa kennsluaðferð fyrir þá nemendur sem þurfa sértæka aðstoð við lestrarnám.

You may also like...