Skipulag fyrir Héðinsreit auglýst

Hugmynd að byggingum á Héðinsreitnum.

Borgarráð Reykjavíkur hefur hefur samþykk að auglýsa skipulag fyrir svonefndan Héðinsreit. Um er að ræða lóðir við Seljaveg 2 og Vesturgötu 64. Reiturinn er í heild kenndur við Héðinshús sem var byggt á árunum 1941 til 1943 fyrir Vélsmiðjuna Héðinn.

Nú hafa þessar tvær lóðir verið skipulagðar saman. Arkitektastofunnar Jvantspijker í Hollandi og Teikn arkitektaþjónustan hafa unnið að nýju deiliskipulagi í sameiningu undanfarin tvö ár en gildandi deiliskipulag á reitnum er frá árinu 2007. Gert er ráð fyrir að um 330 íbúðir og 230 hótelherbergi eða hótelíbúðir verða á reitnum samkvæmt deiliskipulagstillögunni sem er á leið í kynningu.  

You may also like...