Sveitarfélög ráða ekki við rekstur hjúkrunarheimila
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur krafist þess að ríkið gangi til samninga um hækkun á daggjöldum til hjúkrunarheimila til samræmis við raunkostnað. Þá átelur stjórn sambandsins vinnulag velferðarráðuneytisins vegna samninga um dagdvöl aldraða sem eru í uppnámi. Að mati rekstraraðila þarf að hækka daggjöld skv. kostnaðarmati um 30%. Því mati hefur ráðuneytið hafnað án þess að leggja fram annað kostnaðarmat, sem er óboðlegt vinnulag að mati stjórnarinnar.
Mosfellsbær hefur bæst í hóp fjölda sveitarfélaga sem hafa siglt í strand með rekstur hjúkrunarheimila. Bæjarfélag líkt og Mosfellsbær og Garðabær, sem teljast stöndug bæjarfélög. Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar segir í ljósi þessa hafi bæjarstjórn Seltjarnarness gert það eina rétta að láta ríkinu eftir rekstur heimilisins. Þetta sýni svo ekki verður um villst módelið sem hjúkrunarheimilin eru rekin eftir gangi ekki upp enda greiði sveitarfélög um 1 milljarða með rekstri þeirra á hverju ári. Þess má geta að um næstu áramót fellur rammasamningur um þjónustu hjúkrunarheimila úr gildi. Samningaviðræður um framlengingu samningsins eru komnar í strand. Engar auknar fjárheimildir er að finna í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 og raunar gerð 0,5% aðhaldskrafa til málaflokksins.