Búseti byggir við Árskóga

Búseti er að hefja byggingu á 72 íbúðum í Árskógum í tveimur byggingum 5 til 7 í Mjóddinni í Breiðholti. Byggðar verða stúdíóíbúðir og einnig tveggja og þriggja herbergja íbúðir. 

Mynd sem tekin var að lokinni skóflustungunni. Frá vinstri; Jón Ögmundsson, formaður stjórnar Búseta, Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta, Gunnlaugar Magnússon í stjórn Búseta, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Hafsteinn K. Halldórsson, verkefnastjóri nýframkvæmda hjá Búseta, Andrés Jónsson frá Jáverk og Helga Egla Björnsdóttir stjórn Búseta.

Íbúðirnar verða í minna lagi þar sem hver fermetri er vel nýttur og mæta þannig óskum félagsmanna. Hugað verður að þörfum samtímans hvað varðar aðstöðu fyrir reiðhjól og rafhleðslur fyrir bíla. Búseti hefur samið við Jáverk um byggingu húsanna og hefjast framkvæmdir á næstu dögum. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar á miðju ári 2021. A2F arkitektar eru aðalhönnuðir verkefnisins.

Teikning af væntanlegum fjölbýlum við Árskóga.

You may also like...