Leikskólamálin að komast í gang

– lýsing á breyttu aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi til kynningar –

Tillaga Andrúms arkitekta að leikskóla á Seltjarnarnesi.

Leikskólamálið er að komast í gang. Á síðasta ári voru kynntar hugmyndir um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi á horni Suðurstrandar og Nesvegar. Á þeim stað sem núverandi leikskólabyggingar eru staðsettar. Skipulagsbreytingar eru nú til kynningar.

 Upphaf málsins er að bæjarráð Seltjarnarnesbæjar ákvað fundi sínum 30. nóvember árið 2017 að skipa starfshóp til að skoða og koma með tillögur að því með hvaða hætti því markmiði bæjarstjórnar verði náð að taka inn börn frá 12. mánaða aldri á leikskóla bæjarins. Bæjarstjóra var falin eftirfylgni við málið. Starfshópurinn kom saman til fimm funda þar sem ýmsir kostir voru skoðaðir með hliðsjón af því að koma til móts við þörf fyrir allt að 300 leikskólapláss frá árinu 2022. Niðurstaða starfshópsins var að leggja til byggingu á nýjum leikskóla sem mætir umræddri þörf. Síðan var ákveðið að efna til samkeppni um málið. Alls bárust 27 áhugaverðar tillögur í keppnina og voru fjórar þeirra valdar áfram í seinna þrep. Niðurstaða dómnefndar var að veita Andrúm arkitektum fyrstu verðlaun í keppninni en í dómnefndaráliti stendur um vinningstillöguna. Vegna fyrirhugaðrar byggingar leikskóla þarf að breyta aðalskipulagi og gera nýtt deiliskipulag fyrir leikskólareit. Gerð hefur verið lýsing, þar sem fyrirætlunum og staðháttum er lýst. Bæjarstjórn samþykkti þann 28. október sl. að kynna lýsingu á breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags. Hægt er að kynna sér lýsinguna á heimasíðu bæjarins undir liðnum skipulagsmál – fréttir af skipulagsmálum. Einnig er hægt að nálgast lýsinguna hjá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs á skrifstofu hans að Austurströnd 1, Seltjarnarnesi, samkvæmt samtali við hann þar sem aðgengi að skrifstofu er takmarkað sem stendur.

You may also like...