Danshátíð í Mjóddinni

Aude Busson verkefnisstjóri hjá Dansgarðinum.

Danshátíð verður haldin í Mjóddinni í Breiðholti laugardaginn 31. ágúst nk. Hátíðin nefnist “Mjóddarmamma” og fer fram á milli kl. 11.00 og 13.00. Dansgarðurinn og Kalssíski listdansskólinn standa að hátíðinni sem er nýjung í starfi skólans. Hátíðin er borin uppi af starfi ungra dansara Þar á meðal danshópnum Forward with dance þar sem flestra eru á aldrinum 18 til 25 ára. 

Á hátíðinni verður flutt dansverk sem er sérstaklega samið af Sögu Sigurðardóttur fyrir Mjóddarmömmuna. Saga stundaði dansnám við Íslenska ballettskólann í Reykjavík. Var nemi hjá Íslenski dansflokknum og síðan hjá ArtEZ Dansakademie í Arnhem í Hollandi þar sem hún lauk prófi sem Dance-Maker árið 2006. Síðan hefur hún unnið, leikið og farið í tónleikaferðir með ýmsum listamönnum. Þar á meðal leikstjórum Anat Eisenberg í Berlín, Alexöndru Bachzetsis í Sviss og Margréti Bjarnadóttur á Íslandi. Saga hefur einnig verið gestakennari við dansdeild Listaháskóla Íslands.  

Vonumst til að sjá sem flesta

Fyrir framan Bakarameistarann verður settur upp stór skjár þar sem fólk getur sest með kaffibolla ef það vill og horft á danstuttmyndir. Þá verður opið fyrir danskennsla í aðalrými Mjóddarinnar. “Fyrir okkur er mikið atriði að kynna starfsemi okkar og sýna hvað við erum að gera,” segir Aude Busson verkefnisstjóri hjá Dansgarðinum. “Við vonumst til að sjá sem flesta í Mjóddinni. Þetta er viðburður fyrir fólk á öllum aldri og ég vona að við getum lyft Mjóddinni svolítið upp um leið og við kynnum starfsemi okkar. Þetta verður óvenjulegt og ég vona að sem flestir geti haft gaman af.” Aude segir að þetta sé í fyrsta skipti sem svona verkefni er sett upp af Dansarðinum og gaman að sjá hvernig tekst til. “Ef þetta tekst vel munum við stefna á að endurtaka það á svipuðu formi eða breyttu eftir því hvernig málin þróast. Gaman er að geta sýnt að hverju verið að vinna í Breiðholtinu og þetta er þannig byggt upp að allir geta blandast í hópinn. Heitið “Mjóddarmamma” varð til eftir svolitla umhugsun. Aude segir það eigi að tákna að fólk komi í Mjóddina til þess að næra sig og kaupa daglegar þarfir. Með þessu sé einnig verið að næra listina. Þar sé tengingin við það móðurlega. “Ég vona að fólk geti upplifað Mjóddina með svolítið örum hætti en venjulega .” Auk hátíðarinnar verður opnaður fatamarkaður í vinnustofu Dansgarðsins í Mjóddinni. “Þar verður einkum fatnaður sem tengis dansi. Við viljum minna fólk á að endurnýta hluti en ekki að henda lítið notuðum fötum”

You may also like...